Heiðbjört er hlýrabolur með fallegu og klassísku sniði sem hentar bæði í daglega notkun og við æfingar. Bolurinn er hannaður með notagildi og þægindi í fyrirrúmi, þannig að þú getur verið bæði stílhrein og örugg sama hvað þú ert að gera
KEMUR Í TAKMÖRKUÐU MAGNI – TRYGGÐU ÞÉR ÞITT EINTAK!
Heiðbjört er með hátt, hringlaga hálsmál sem gefur honum látlaust og flott yfirbragð. Sniðið er sérstaklega hugsað til að tryggja þægindi, þar sem bolurinn er víðari um kviðsvæðið en vinsæli Isabel bolurinn okkar, sem gerir hann að kjörnum valkosti fyrir þá sem vilja aðeins frjálsara snið án þess að fórna stílnum. Efnið er einstaklega mjúkt, teygjanlegt og með rakadrægni, sem gerir það að verkum að bolurinn hentar fullkomlega fyrir fjölbreytta hreyfingu, svo sem æfingar, hlaup eða einfaldlega daglegan klæðnað.
Lógó-ið er staðsett ofarlega að framan og bætir við stílhreinum smáatriðum sem gera bolinn ennþá eftirsóknarverðari. Hann er frábær fyrir þá sem vilja líða vel í fötunum sínum en líta jafnframt vel út. Þetta er bolurinn sem á heima í fataskáp allra sem elska bæði þægindi og gæði.
Fyrirsætan á myndinni er 164 cm á hæð og klæðist stærð XS, sem gefur þér gott viðmið fyrir val á stærð.
Sjáðu æfingafatnaðinn okkar á samfélagsmiðlum hér