Search
Close this search box.

Skil eða skipti á vöru

Viðskiptavinir okkar hafa 14 daga frá því samningur kemst á til að hætta við kaup á ógallaðri vöru að því tilskildu að þeir hafi ekki notað vöruna, varan sé heil og í upprunalegu ástandi og verðmiðar áfastir. Framvísa þarf kvittun við skil eða skipti á vöru. Ef viðskiptavinur vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru er gefin út inneignarnóta sem hægt er að nota í verslun og vefverslun.

Við skil og skipti er best að hafa samband í gegnum tölvupóst [email protected]
Passa þarf að hafa miða með skilavörunni sem stendur á:

  1. Fullt nafn
  2. Heimilisfang svo varan skili sér rétt.
  3. Netfang og sími.
  4. Greiðslukvittun sem fylgdi upphaflegum kaupum.
  5. Ástæða fyrir skilum.
  6. Hvaða vöru og í hvaða stærð viðkomandi vill í staðinn.

Skil jólagjafa er til 31.desember.

Vilji kaupandi skipta vörunni í aðra vöru sem er til á lager er jafnframt hægt að óska eftir nýrri sendingu. Kostnaður við endursendingu og nýja sendingu vöru vegna skipta á ógallaðri vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar. Ef viðskiptavinur endursendir og skilar vöru án þess að greiða fyrir sendingarkostnaðinn verður hann dreginn frá keyptri upphæð.

Skilyrði er að skrá pakkann svo hann týnist ekki hjá Póstinum. Ef pakki týnist sem sendur var til baka, þá er það á ábyrgð kaupanda.

Vöru sem keypt er á útsölu/afslætti/outlet fæst hvorki skilað né skipt.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner