Search
Close this search box.

Skilmálar

Almennar upplýsingar:

Hybrd Fitness ehf. 611222-0170
Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsvæði Hybrd,
Hybrd.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hins
vegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um
neytendakaup nr. 48/2003 en jafnframt ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016.
Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.

Trúnaður:

Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í
tengslum við viðskiptin. Um meðferð persónuupplýsinga við viðskiptin fer samkvæmt lögum
nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Persónulegar upplýsingar:

Þegar þú pantar vöru í vefverslun Hybrd geymum við einungis þær upplýsingar sem þú
skráir, eins og nafnið þitt, netfang, heimilisfang og síma. Með því að panta vöru og skrá
upplýsingar þá heimilar þú slíka söfnun upplýsinga. Sama gildir ef þú skráir þig sem
viðskiptavin.
Upplýsingar um kreditkortið þitt eru aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru
samþykkt í kerfinu. Valitor geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á
greiðslusíðunni sjálfri.
Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum
upplýsingum um kortið eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu
stendur. Hið sama gildir hvort sem þú ert skráður notandi eða ekki.
Fyrir frekari upplýsingar um öruggi greiðslu þinnar vísum við á heimasíðu Valitor.

Lagaákvæði:

Um skilmála þessa gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og lög um neytendakaup nr.
48/2003, eftir því sem við getur átt.

Eignarréttarfyrirvari:

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

Nánari upplýsingar:

Ef þú þarft að koma einhverju til skila varðandi til dæmis galla í vöru eða fá frekari
upplýsingar sendu þá endilega tölvupóst á [email protected] og við leysum vandamálin
saman.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner