Search
Close this search box.

Um Hybrd

okkar saga

Við erum fyrst og fremst íþróttafólk

Hybrd er Íslenskt fyrirtæki en við erum fyrst og fremst íþróttafólk, við þekkjum kröfurnar. Okkur fannst vanta íþróttavörumerki sem býður uppá allt það besta á sama stað, undir sama merki sérstaklega fyrir Crosstraining. Draumurinn okkar er að styðja vel við bakið á Íslensku íþróttafólki og svara þeirra kröfum í gæðum og búnaði.

Hugmyndin varð til þegar einn stofnenda var búinn að þræða fimm mismunandi erlendar íþróttamerkjasíður til að endurnýja búnaðinn sem þurfti á æfingar og þekkti af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að eltast við gæði. Hófst þá hönnunarferli með það í huga að ekkert yrði í boði sem okkar topp íþrótta- og keppnisfólk myndi ekki nota og geta á sama tíma mætt þeirra þörfum sem skila sér í betri vörum. Við viljum bæta okkur samhliða íþróttafólkinu okkar.

HYBRD nafnið er komið af Hybrid – Hybrid íþróttamaður er einstaklingur sem hefur gott jafnvægi milli styrks og úthalds, einstaklingur sem getur lyft þungt og hlaupið langt.

Hvers vegna ættir þú að versla hjá okkur?

download-box.png

Order assistance

Donec adipiscing dignis proin Sed libero amet.

SENDINGAR

Við sendum frítt ef pöntun fer yfir 15.000kr annars bætist sendingarkostnaður við sendingu

GREIÐSLA

við bjóðum uppá raðgreiðslur

vöruskil

14 daga skilafrestur, við greiðum sendingu.
GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner